Handbolti

Öruggt hjá Teiti Erni og fé­lögum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Teitur Örn Einarsson átti góðan leik.
Teitur Örn Einarsson átti góðan leik. Getty/Marius Becker

Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg unnu átta marka sigur á Stuttgart í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag, lokatölur 39-31.

Fátt benti í að sigurinn yrði jafn stór og raun bar vitni en leikurinn var frekar jafn framan af. Staðan í hálfleik til að mynda 16-14 Flensburg í vil. Í síðari hálfleik stakk Flensburg einfaldlega af og vann góðan átta marka sigur.

Teitur Örn skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar í liði Flensburg. Markahæstur var Emil Jakobsen með 11 mörk.

Flensburg er nú með 46 stig í 3. sæti, fjórum minna en toppliðin Magdeburg og Füchse Berlín. Íslendingalið Magdeburgar á þó tvo leiki til góða en bæði Flensburg og Berlínarliðið hafa leikið 30 deildarleiki af þeim 34 sem liðin leika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×